Lífshlaupið hefst 1. febrúar.

 

Lífshlaupið hefst 1. febrúar og því um að gera að bretta upp ermar og skrá sig til leiks. Hvetjum við unga sem aldna til að taka þátt og njóta þess að hreyfa sig og njóta heilbrigðs lífernis.

 

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ sem höfðar til allra aldurshópa. Landsmenn eru hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Lýðheilsustöð, nú embætti landlæknis, gaf út í fyrsta skipti árið 2008 ítarlegar ráðleggingar um hreyfingu. Börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag

Samstarfsaðilar ÍSÍ eru velferðarráðuneytið, mennta-og menningamálaráðuneyti, embætti landlæknis, Skýrr, Rás 2 og Ávaxtabíllinn.

Allar nánari upplýsingar og skráningar má finna hér á heimasíðu Lifshlaupsins.

 

 

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ