Ávextir og öflugir krakkar á Ávaxtamóti

Ávaxtamót UÍA í frjálsum íþróttum fór fram í samstarfi við Leikni, á Fáskrúðsfirði síðastliðinn sunnudag. Mótið var ætlað þátttakendum 10 ára og yngri og þar reyndu með sér á fjórða tug krakka frá Þristi, Val, Hetti, Neista, Austra og Leikni.

Framkvæmd mótsins gekk ljómandi vel enda lögðu margir vaskir foreldar hönd á plóginn.

Einbeitnin skein úr augum keppenda sem spreyttu sig í spretthlaupi, langstökki án atrennu, boltakasti. Gulur og glaður banani, í félagi við afar sprækan ananas, slóst í hópinn undir lok keppninnar, stjórnuðu þrautaboðhlaupi en þar var æsispennandi keppni milli stráka og stelpna, sem lauk með naumum sigri stelpnanna. Í lok móts afhentu ávextirnir kátu öllum keppendum bakpoka í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna.

Þökkum við öllum keppendum kærlega fyrir þátttökuna og öllum þeim sem aðstoðuðu við framkvæmd mótsins fyrir hjálpina.

Úrslit mótsins má sjá hér.

Myndir af mótinu má sjá hér í myndasafni UÍA.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ