Meistaramót UÍA í frjálsum íþróttum 11 ára og eldri frestað
Segja má að flughálka og rok hafi feykt Meistaramóti UÍA sem vera átti í Fjarðahöllinni í dag, út í veður og vind. En ákveðið var í morgunn að fresta mótinu um óákveðin tíma þar sem flughálka er víða á Austurlandi og leiðindarok var í morgunn. Ný dagsetning á mótið verður gefin út síðar.
Við vonumst nú til að yfirstandandi hlýjindi vinni bug á hálkunni svo keppendur á Ávaxtamót UÍA í frjálsum íþróttum sem vera á, á morgunn á Fáskrúðsfirði komist sína leið þangað.
Við biðjum forráðamenn keppenda að fylgjast vel með heimasíðu UÍA í fyrramálið en þar verður tilkynnt ef fresta þarf mótinu.