KSÍ fundar með Austfirðingum vegna dómaramála
KSÍ heimsækri Austurland á morgunn og hefur boðað stjórnarmenn knattspyrnufélaga á svæðinu til fundar um dómaramál í víðum skilningi.
Fulltrúar KSÍ verða Birkir Sveinsson mótastjóri og Magnús Jónsson dómarastjóri.
Helstu umræðuefnin verða eftirfarandi:
-Staða dómaramála hjá viðkomandi félagi.
- Leiðir til þess að styrkja málaflokkinn.
- Verðlaun til félaga sem eru að sinna dómaramálum vel.
Fundartímar og-staðir verða eftirfarandi
Kl. 10:00 Eskifjörður.
Félög: Fjarðabyggð Þróttur, Valur, Austri.
Kl. 13:00 Fáskrúðsfjörður.
Félög: Leiknir, Neisti, Sindri, Súlan,.
Kl. 16:00 Egilsstaðir.
Höttur, Huginn, Einherji.
Vonum við að forsvarsmenn knattspyrnufélaga fjölmenni á fundina og góðar umræður skapist um dómaramál á svæðinu.