Snjór um víða veröld, allir á skíði á sunnudaginn.
Skíðasambands Íslands SKÍ hefur ákveðið að svara kalli FIS með því að efna til sameiginlegs átaks allra aðildarfélaga sambandsins og skíðasvæðanna. Þessir aðilar hafa allir sameiginlega hagsmuni af því að fjölga bönum og unglingum sem heimsækja fjöllin.
Tilgangurinn er að hvetja foreldra til að koma með börnin í fjöllin og njóta þar hollrar útivistar í hreinleika fjallanna.
Verkefnið er hugsað sem samstarfsverkefni SKÍ, skíðafélaganna, skíðasvæðanna og styrktaraðila sem taki höndum saman um að bjóða öllum börnum 12 ára og yngri ókeypis á skíði þennan dag.
Skíðasvæðin tvö hér eystra eru þátttakendur í verkefninu. Nánari upplýsingar um daginn má finna á heimasíðum þeirra: http://stafdalur.is/ og http://www.oddsskard.is/is/frettir/snjor-um-vida-verold.