Nýárssýning fimleikdadeildar Hattar
Fimleikadeild Hattar heldur veglega nýárssýningu laugardaginn 14. janúar. Sýningarnar verða tvær, sú fyrri klukkan 13 og sú seinni kl 15. Þessi sýning verður bæði afmælissýning þar sem fimleikadeildin varð 25 ára seinni hluta síðasta árs og fjáröflunarsýning vegna kaupa deildarinnar á dansgólfi.
Fimleikadeildin ákvað í haust að fjárfesta í dansgólfi þar sem að gólfið er eitt af þremur áhöldum sem notast er við til iðkunar í hópfimleikum. Dans er stór hluti af hópfimleikum og því mikilvægt að geta æft á dansgólfi í löglegri stærð. Að þessari sýningu koma allir iðkendur fimleikadeildarinnar og vonum við að sem flestir sjái sér fært mæta
Fólk er hvatt til að kaupa miðana í forsölu svo ekki myndist biðraðir á sýningardegi. Forsala verður í íþróttahúsinu í dag miðvikudaginn 11. janúar frá 17 til 18 og föstudaginn 13. janúar frá klukkan 16 til 17. Posi verður á staðnum, en fólk er hvatt til að koma með reiðufé til að minnka biðraðir.
Verð: 1.500 fyrir fullorðna og 800 kr fyrir grunnskólabörn.