Vel heppnaðar æfingabúiðir í frjálsum íþróttum

Frjálsíþróttaráð UÍA og Frjálsírþóttasamband Íslands, FRÍ tóku höndum saman og héldu æfingabúðir á Austurlandi nú um helgina. Óðinn Björn Þorsteinsson kúluvarpari heimsótti Austurland af því tilefni. Um 35 börn og unglingar víða að af Austurlandi komu í búðirnar og lærðu fjölda margt, enda ekki amalegt að nema af afreksmanni sem sótt hefur fjölda stórmóta erlendis og stefnir ótrauður á Ólympíuleika, enda vantar aðeins 17 cm í lágmarkið á þá.

 

Óðinn Björn naut fullthingis þeirra Elínar Ránar Björnsdóttur, Hildar Bergsdóttur, Lovísu Hreinsdóttur og Mekkinar Bjarnadóttur við þjálfunina, og úr urðu fjölbreyttar og fjörugar æfingar. Óðinn hélt einnig fyrirlestur fyrir hópinn þar sem hann kom inn á frjálsíþróttaferil sinn, æfingar, mataræði, hugarþjálfun, markmiðssetningu og fleira sem gott er að kunna skil á. Auk þess hitti Óðinn krakkana í Úrvalshóp UÍA í frjálsum sérstaklega og ræddi við eitt og annað tengt þátttöku í stórmótum og leiðina að settum markmiðum.

Við þökkum Óðni Birni kærlega fyrir fræðandi og skemmtilega helgi og FRÍ fyrir veittan stuðning.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ