Fjörug Fjórðungsglíma

Fjórðungsglíma Austurlands – keppnin um Aðalsteinsbikarinn fór fram í íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. desember 2011.

18 keppendur kepptu í þremur flokkum karla og þremur flokkum kvenna. Mikil og skemmtileg stemming var í íþróttahúsinu á Reyðarfirði en um 70 áhorfendur mættu til að fylgjast með mótinu. Mikið var klappað fyrir keppendum og þeir ákaft hvattir áfram.

Baráttan var mikil um hin veglegu verðlaun, Aðalsteinsbikarinn, en hann er gefinn í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímukappa og glímufrömuðar á Reyðarfirði. Eftir margar fjörugar og skemmtilegar glímur stóðu eftirtaldir uppi sem sigurvegarar og hömpuðu því Aðalsteinsbikarnum árið 2011

Stelpur 10-12 ára – Bryndís Steinþórsdóttir

Strákar 10- 12 ára – Sveinn Marinó Larsen Kristjánsson

Stúlkur 13-15 ára – Bylgja Rún Ólafsdóttir

Piltar 13- 15 ára – Haraldur Eggert Ómarsson

Konur  - Þuríður Lillý Sigurðardóttir

Karlar – Sindri Freyr Jónsson

Nánari úrslit má finna hér inni á síðu Glímusambands Íslands,

Strax að móti loknu héldu keppendur, starfsmenn og áhorfendur í 75 ára afmælisfagnað ungmennafélagsins Vals Reyðarfirði. Þar var tilkynnt um val á íþróttamanni ársins hjá Val og var glímukappinn Ásmundur Hálfdan Ásmundsson var valinn  Íþróttamaður Vals árið 2011.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ