Ný deild innan Hattar
Fyrir skemmstu tóku foreldrar barna sem stundað hafa taekwondo hjá Hetti sig saman og unnu að stofnun deildar utan um taekwondostarfið innan Hattar. Formleg stofnun verður tekin fyrir á aðalfundi félagsins 2012.
Unnið er að því að finna þjálfara sem getur séð um þjálfur á árinu 2012 en nú um áramót fluttist Óttar Brjánn Eyþórsson til Reykjavíkur en Óttar hefur séð um þjálfun hópsins undanfarna mánuði. Fjöldi barna hefur sótt taekwondoæfingar hjá félaginu.
Óttar er þakkað hans framlag í að kynna þessa íþrótt fyrir börnum á Fljótsdalshéraði.
Laugardaginn 26. nóvember voru haldin beltapróf og svo síðar um daginn var fyrsta mótið haldið. Írunn Ketilsdóttir frá Ármanni kom austur og stýrði báðum viðburðum með góðum árangri. En þess má geta að Taekwondo deild Ármans í Reykjavík er bakhjarl þess starfs sem hefur verið unnið að hjá Hetti.
Spennandi verður að fylgjast með uppbyggingu íþróttarinnar hjá Hetti.