UMF Valur 75 ára

Ungmennafélagið Valur á Reyðarfirði varð 75 ára í vikunni og var haldið upp á daginn með kaffisamsæti í Grunnskóla Reyðarfjarðar.

Innan Vals er knattspyrnudeild, glímudeild og skíðadeild en auk þess er boðið upp á æfingar í handbolta, badminton og frjálsum íþróttum.  Eitthundað og tíu börn og unglingar stunda íþróttar á vegum Vals í vetur.

Í kaffisamsætinu var tilkynnt um val á íþróttamanni ársins hjá Val en eftirtaldir íþróttamenn voru tilnefndir

Rakel Dís Björnsdóttir, knattspyrna
Birkir Einar Gunnlaugsson, knattspyrna

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, glíma
Þuríður Lillý Sigurðardóttir, glíma

Halldóra Birta Sigfúsdóttir, skíði
Mikael Þór Jóhannsson, skíði


Glímukappinn Ásmundur Hálfdan Ásmundsson var valinn  Íþróttamaður Vals árið 2011, óskum við honum og öðrum Valsmönnum innilega til hamingju með áfangann.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ