Farandmyndasýning UÍA

70 ára afmælis UÍA var minnst með margvíslegum hætti á árinu sem er að líða og þar á meðal með farand ljósmyndasýningu. UÍA fékk meðal annars til liðs við sig sjálfboðaliða i gegnum sjálfboðaliðaverkefni ÍSÍ og Vinnumálastofnunnar. Hlutverk sjálfboðaliðans var að skanna inn myndasafn sambandsins og var þar ærið verk fyrir höndum en mikið er til af myndum úr 70 ára sögu UÍA.

 

Í framhaldinu veitti UMFÍ, UÍA styrk til að kaupa þrjá stafræna myndaramma. Voru þeir fylltir af gömlum og dásamlegum myndum úr starfinu. Myndarammarnir hafa síðan í sumar ferðast milli staða á Austurlandi og hafa nú heimsótt nær öll aðildarfélög UÍA. Farandmyndasýningin staldraði við í 2-3 vikur hjá hverju aðildarfélagi og var gjarnað stillt upp í íþróttahúsum eða sundlaugum. Þar gladdi hún gesti og gangandi og hefur ugglaust rifjað upp góðar minningar hjá mörgum. Einn rammann er nú staddur á Seyðisfirði og hér á myndinni má sjá hluta af nýrri stjórn Hugins þau Þorstein Arason, gjaldkera, Jóhönnu Pálsdóttur formann og Evu Björk Jónudóttur ritara, veita honum viðtöku.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ