Fyrri hluti Íslandsmóts yngri flokka í blaki

Það var líf og fjör í íþróttahúsinu á Neskaupstað á fyrri hluta Íslandsmótsins í blaki fyrir 4.-5. flokk helgina 12.-13 nóvember. Um 220 keppendur í 38 liðum mættu til leiks og komu liðin víðsvegar að af landinu.

Þróttur átti hvorki fleiri né færri en ellefu lið og lentu sjö þeirra í 1.-3. sæti í sínum deildum. Seinni hluti Íslandsmótsins verður haldinn í Kópavogi í vor og fylgja stigin sem liðin unni sér á þessu móti þeim áfram á það og samanlagður áragnur á mótunum gildir til verðlauna. Framkvæmd mótsins var í höndum blakdeildar Þróttar og gekk afar vel.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ