Fyrri hluti Íslandsmóts yngri flokka í blaki
Það var líf og fjör í íþróttahúsinu á Neskaupstað á fyrri hluta Íslandsmótsins í blaki fyrir 4.-5. flokk helgina 12.-13 nóvember. Um 220 keppendur í 38 liðum mættu til leiks og komu liðin víðsvegar að af landinu.
Þróttur átti hvorki fleiri né færri en ellefu lið og lentu sjö þeirra í 1.-3. sæti í sínum deildum. Seinni hluti Íslandsmótsins verður haldinn í Kópavogi í vor og fylgja stigin sem liðin unni sér á þessu móti þeim áfram á það og samanlagður áragnur á mótunum gildir til verðlauna. Framkvæmd mótsins var í höndum blakdeildar Þróttar og gekk afar vel.