Stórgóð sundhelgi framundan

Sundráð UÍA stendur fyrir Bikarmóti UÍA í sundi a morgunn laugardag, á Djúpavogi. Mótið er ætlað keppendum 17 ára og yngri og er stigakeppni milli félaga þar sem keppt er um sæmdarheitið Bikarmeistari Austurlands í sundi sem og bikar mótsins.

Í fyrra hampaði lið Neista bikarnum og titlinum góða og var auk þess með stigahæstu lið karla og kvenna. Sindri hafnaði í öðru sæti í heildarstigakeppninni. Nú verður spennandi að sjá hvernig leikar fara í ár.

Að móti loknu verða fyrsta æfing Úrvalshóps UÍA og Sindra í sundi, en hópnum er ætlað að hvetja og efla efnilega sundmenn á svæðinu til enn frekari dáða. Þegar sundgarpar hafa þerrað sig og nært verður blásið til kvöldvöku. Á sunnudeginum verða æfingabúðir fyrir allan aldur í umsjá þjálfara á Austurlandi.


 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ