Skemmtilegur leikur á Vopnafirði í Bólholtsbikaranum.
Lið Einherja og Ásinss/SE áttust við í spennandi leik í Bólholtsbikarnum, á Vopnafirði síðastliðinn sunnudag.
Heimamenn studdu vel við bakið á sínum mönnum og fylktu liði á áhorfendapallana.
Einherji náði góðu forskoti í fyrsta leikhluta með góðum varnarleik og aga í sókninni en Ásmenn söxuðu síðan á það og það var jafnt um tíma. Þriðji leikhluti þróaðist svo svipað og sá fyrsti að Einherjamenn sigu fram úr en náðu aldrei að hrista andstæðingana alveg af sér, það var seigla í Ásmönnum. Ásinn/SE gerðu svo harða hríð að heimamönnum í lokin með 3. stiga skotum og náðu að saxa á forskotið en Einherji hélt haus og sigraði með 45:41.
Leikurinn var prúðmannlega leikinn og höfðu dómararnir ágæt tök á leiknum.
Nánari umfjöllun um leikinn og myndir af honum má sjá hér á síðu Vopnafjarðarhrepps.