Er byggðavandi skortur á félagsþroska?
Framfarafélag Fljótsdalshéraðs heldur upp á 25 ára afmæli sitt í dag með málþingi þar sem yfirskriftin er „Er byggðavandinn skortur á félagsþroska.“ Dagurinn hefst á aðalfundi félagsins klukkan 15:00 á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Málþingið sjálft hefst að honum loknum klukkan 16:30. Þar verður m.a erindi frá UÍA.
Dagskrá þess er eftirfarandi:
1. Ávarp: Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs
Létt afmæliskaffi í boði afmælisbarnsins
1. Veiting viðurkenningarinnar „Frumkvæði til framfara“
2. Dæmi um hugmyndavinnu FFF, sem bar ávöxt
Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri
4. Framsöguerindi gesta:
• Endalok höfuðborgarstefnunnar?
Þóroddur Bjarnason, formaður nýrrar stjórnar Byggðastofnunar
• Gildi áhugamannafélaga í nútíma þjóðfélagi.
Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA)
5. Umræður um framsögur og yfirskriftina: Er byggðavandinn skortur á félagsþroska
• Innleiðing eftir þörfum: Þórarinn Lárusson, formaður FFF
Fundarstjóri: Jónas Þór Jóhannsson, fyrsti formaður FFF
Allir velkomnir í afmælið, enda er fundurinn öllum opinn.