Frjálsíþróttafólk í fremstu röð.
Þrír frjálsíþróttamenn Hattar hafa á þessu ári náð lágmörkum Frjálsíþróttasambands Íslands sem þarf til að komast í úrvalshóp sambandsins.
Það eru þau Daði Fannar Sverrisson í sleggjukasti, Erla Gunnlaugsdóttir í langstökki og Örvar Þór Guðnason í hástökki. Um síðustu helgi hittist úrvalshópur FRÍ í Reykjavík þar sem ungmennin voru frædd um ýmislegt er viðkemur íþróttaiðkuninni og þjálfun. Meðal annars hélt Kári Steinn Karlsson maraþonhlaupari erindi um sín afrek og leiðina að þeim. Frjálsíþróttaiðkendurnir þrír fá innilegar hamingjuóskir með þennan glæsilega árangur.