Fimleikaveturinn fer vel af stað hjá Hetti.

Fyrsta fimleikamót vetrarins fór fram á Akranesi um síðustu helgi. 36 keppendur frá Hetti sóttu mótið og stóðu sig frábærlega.

 

Keppt var í liðum og átti Höttur fjögur lið á mótinu, og höfnuðu þau öll í verðlaunasætum. Lið í fjórða flokki drengja 12-14 ára sigraði sinn flokk og stúlknalið í sama aldursflokki varð í þriðja sæti. Í opnum flokki 16 ára og eldri hafnaði lið Hattar í öðru sæti og það gerði drengjalið 12-14 ára einnig.

Hópurinn nýtti ferðina til hins ýtrasta og fékk að nýta fimleikahús Stjörnunnar í Garðabæ til æfinga síðasta dag ferðarinnar. Þar er aðstaða eins og best verður á kosið og fimleikafólkið okkar gat framkvæmt ný stökk og erfiðari æfingar en hægt er að gera á Egilsstöðum þar sem öryggisbúnaður er ekki fullnægjandi.

Óskum við fimleikafólki Hattar til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim í vetur.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ