Austfirskur skákmaður á farandsfæti

Bjarni Jens Kristinsson tvítugur austfirskur skákmaður fékk nú á dögnum úthlutað 100.000 kr styrk úr Afreks- og fræðslusjóði UÍA.

Bjarni Jens hefur verið í fremstu röð hér heima og keppti m.a. fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti 18 ára og yngri í Tyrklandi árið 2009. Þar ákvað Bjarni Jens að setja markið á stórmeistaratiltilinn og ferðast hann nú um Evrópu með það að markmiði að verða atvinnumaður í skák.

„Ég stefni að því að ná 2300 ELO-stigum fyrir næsta sumar sem myndi gefa mér fyrsta titilinn sem er FIDE-meistari,“ segir Bjarni í samtali sem birtist á fréttavefnum Agl.is. Hann er í dag með 2033 stig. Til að verða stórmeistari þarf 2500 stig. „Þú þarft að minnsta kosti að ná stórmeistaratigninni ef þú ætlar að verða atvinnumaður,“ útskýrir Bjarni.

Bjarni Jens fjármagnar ferð sína að mestu leyti sjálfur en hefur auk þess fengið styrki frá nokkrum austfirskum aðilum. Óskum við honum til hamingju með styrkinn og velfarnaðar á leið sinni að stórmeistaratitlinum.

Lesa má meira um skákævintýri Bjarna Jens hér á fréttavef Agl.is.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ