Grunnskólinn á Fáskrúðsfirði heimsóttur
Krakkarnir í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar hafa síðustu daga unnið af kappi ýmis verkefni tengd heilsueflingu og hreyfingu. Framkvæmdastýra UÍA heimsótti skólann af því tilefni og sagði frá starfi UÍA og hversu góðar og gefandi fjallgöngur geta verið.
Nemendur skólans voru afar áhugasamir um hvoru tveggja og tóku virkan þátt í fræðslunni, m.a. lásu þrír sjálfboðaliðar skilgreiningu á hugtakinu ,,Ungmennafélagsandi" fyrir skólafélaga sína. Öllum nemendum var færð bókin Göngum um Ísland sem UMFÍ gefur út og inniheldur ótal skemmtilegar gönguleiðir um fjöll og firnindi landið um kring. UÍA þakkar krökkum og starfsfólki í Fáskrúðsfjarðarskóla fyrir samveruna og hlýjar móttökur.
Hér á myndinni má sjá upplesarana þrjá fræða skólasystkini sín um Ungmennafélagsandann.