Nýtt skilakerfi ÍSÍ og UMFÍ - kynning fyrir austan

Elías Atlason starfsmaður ÍSÍ  mun koma austur 12. apríl og kynna nýtt kerfi varðandi starfsskýrsluskil aðildarfélaga. Við hvetjum fulltrúa aðildarfélaga til þess að koma á fundina og jafnframt skrá sig (sjá tengil hér að neðan í fréttinni)

Boðið verður upp á 2 fundi, annar á Egilsstöðum og hinn á Fáskrúðsfirði.

Fundirnir verða þriðjudaginn 12. apríl.

Fundurinn á Egilsstöðum verður kl. 17:00 í Hettunni á Vilhjálmsvelli

Fundurinn á Fáskrúðsfirði verður kl. 19:15 á efri hæðinni á slökkvistöðinni. 

Þeir sem ætla að mæta á fundina eru beðnir um að skrá sig en það er gert hér https://www.sportabler.com/shop/isi

Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ þá þurfa allir sambandsaðilar ÍSÍ og félög innan þeirra vébanda að skila inn starfsskýrslu til ÍSÍ fyrir 15. apríl ár hvert. Vegna innleiðingar á nýju skilakerfi hefur skilafrestur verið framlengdur til 1. maí nk. Að þessu sinni verður starfsskýrslum ekki skilað í Felix heldur í nýju skilakerfi ÍSÍ og UMFÍ. Lokið er við prófanir á nýja kerfinu og verður það formlega opnað fyrir starfsskýrsluskil 4. apríl nk

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ