Tour de Ormurinn 2021

Um síðastliðna helgi fór fram hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn og tókst framkvæmd þess vel.

Rúmlega 50 keppendur tóku þátt í keppninni í ár í mjög fínu hjólaveðri. Boðið var upp á að hjóla 68 km, 103 km og í liðum eins og vanalega. Keppendur lögðu vægast sagt allt í sölurnar og gleðin var allsráðandi. M.a. var sett mótsmet í 68 km flokki karla. 

Nýbreytni var í verðlaunaafhendingu en hún fór fram í Vök Baths í ár. Þar fengu keppendur súpu og brauð eftir keppni og veittur var afsláttur í böðin. Mættur var síðan Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings til að afhenda verðlaun. Veitt voru vegleg gjafabréf og bikar til sigurvegara í hverjum flokki og einnig voru útdráttarverðlaun.

Verðlaunahafar voru:

103 km kk: Hilmar Karlsson

103 km kvk: Rannveig Guicharnaud

68 km kk: Hörður Finnbogason

68 km kvk: Berglind Heiða Árnadóttir

68 km lið: Gamla Bandið

Öll nánari úrslit má finna með því að smella hér

Við viljum þakka keppendum kærlega fyrir þátttökuna ásamt öllum þeim sem hjálpuðu til við framkvæmd mótsins. Án okkar traustu styrktaraðila og sjálfboðaliða væri ekki hægt að halda mótið okkar. Þúsund þakkir fyrir ykkar framlag.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok