Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi frestað

Unglingalandsmóti UMFÍ hefur verið frestað í ljósi nýrra samkomutakmarkana annað árið í röð

„Þetta er afar þungbær og erfið ákvörðun. Við erum með tárin í augunum því margir hafa lagt hart að sér að gera það að veruleika og mörg börn og ungmenni búin að áforma að njóta helgarinnar með fjölskyldum sínum og vinum. En í ljósi aðstæðna verðum við að sýna ábyrgð og samstöðu á þessum óvissutímum og taka þátt í baráttunni. Því miður er ómögulegt að halda mótið með ábyrgum hætti innan þeirra takmarkana sem settar hafa verið og því verðum við að fresta mótinu,“ segir Þórir Haraldsson, formaður framkvæmdanefndar Unglingalandsmóts UMFÍ.

Þeir sem hafa greitt þátttökugjald fá það endurgreitt. Skráning hefur verið í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ í allan júlí og stefndi í að mótið yrði eitt það fjölmennasta frá upphafi. UMFÍ mun endurgreiða öllum þátttakendum sem þegar hafa skráð sig. Enginn þarf að óska sérstaklega eftir endurgreiðslu. Ef einhverjar spurningar vakna er hentugast að senda skeyti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok