Farandþjálfun UÍA fer í gang 7. júní

Eins og áður mun UÍA bjóða upp á farandþjálfun fyrir krakka á aldrinum 6-11 ára. Í ár verða æfingarnar aðildarfélögunum að kostnaðarlausu í tilefni 80. ára afmælis UÍA

Æfingarnar munu fara af stað 7. júní og verða æfingatímar eftir samkomulagi við félögin. 

Eins og í fyrra mun Halldór Bjarki Guðmundsson, sumarstarfsmaður UÍA sjá um æfingarnar. Hann hefur margra ára reynslu af þjálfun barna og unglinga í íþróttum og er vinna í fullum gangi við að undirbúa æfingarnar. 

Áhersla verður lögð á að krakkarnir upplifi skemmtilegar og jákvæðar íþróttaæfingar sem muni hvetja til frekari áhuga á íþróttum. Einnig verður athygli vakin á Sumarhátíð UÍA sem verður haldin 10-11. júlí og vonast er til þess að sem flestir taki þátt.

Frekari upplýsingar má nálgast hjá Halldóri á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 776 9703.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ