Breyting á sambandsþingi UÍA - verður rafrænt
Stjórn UÍA ákvað á stjórnarfundi að gera breytingar á fyrirkomulagi sambandsþingsins í ár. Í ljósi takmarkana þá verður þingið haldið á fjarfundi.
Þingið fer því fram á fjarfundi laugardaginn 17. apríl 2021. Dagskrá hefur sömuleiðis breyst, hún hefst kl. 10:00 og lítur svona út:
10:00 Þingsetning og skipan starfsmanna
a) Þingforseti b) Þingritari
10:10 Skýrsla stjórnar
10:20 Ársreikningur 2020 lagður fram
10:30 Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikning
10:45 Ákvörðun um atkvæðisrétt mættra fulltrúa
11:00 Skýrsla stjórnar og ársreikningar bornir undir atkvæði
11:05 Mál lögð fyrir þingið og umræður um þau
11:30 Kosningar
ath ávörp gesta
11:45 Önnur mál og þingslit