Sambandsþing UÍA 2021
Sambandsþing UÍA 2021 fer fram á Seyðisfirði laugardaginn 17. apríl. Þingið hefst kl. 10:30.
Á þinginu verða veittar viðurkenningar til íþróttamanns UÍA 2020 og til handhafa Hermanns- bikarsins, sem er til minningar um Hermann Níelsson. Bikarinn er veittur deild, einstaklingi eða félagi sem hefur staðið fyrir nýsköpun, þróun og uppbyggingu í starfi félags.
Eftir að formlegt þing klárast þá munu fulltrúar frá UMFÍ kynna:
Horfum saman til framtíðar
UMFÍ vinnur nú að endurnýjun á stefnu landssambandsins, sem ætlunin er að kynna á sambandsþingi UMFÍ í október 2021.
Mikilvægt er að heyra sem flestar raddir úr hreyfingunni svo stefnan inn í framtíðina verði sem skýrust og skili mestum árangri.
Dagskrá þingsins í ár er sem hér segir:
10:30 Þingsetning og skipan starfsmanna
a) Þingforseti b) Þingritari
10:40 Skýrsla stjórnar
10:50 Ársreikningur 2020 lagður fram
11:00 Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikning
11:15 Ákvörðun um atkvæðisrétt mættra fulltrúa
11:30 Skýrsla stjórnar og ársreikningar bornir undir atkvæði
11:35 Mál lögð fyrir þingið og umræður um þau
12:00 Kosningar
12:15 Viðurkenningar
12:45 Hádegismatur og ávörp gesta
13:45 Önnur mál og þingslit
14:00 Fundur með UMFÍ
17:00 Fundur UMFÍ búinn – veitingar áður en allir fara heim
Stjórn UÍA leggur áherslu á það að öllum sóttvarnarreglum verði fylgt og þær virtar.