Andlát: Elma Guðmundsdóttir

Hulda Elma Guðmundsdóttir, fyrrum formaður og framkvæmdastjóri UÍA, lést í gær 77 ára að aldri á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík.

 

Elma var afar góður íþróttamaður auk þess að gegna margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna. Árið 1972 varð Elma formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, fyrst kvenna til að verða formaður héraðssambands. Hún varð síðar framkvæmdastjóri sambandsins.

Hún hlaut viðurkenningar frá Þrótti, UÍA, ÍSÍ, UMFÍ og Knattspyrnusambandi Íslands, en hún varð fyrst kvenna til að hljóta silfurmerki síðastnefnda sambandsins. Árið 2001 varð hún landsmótsmeistari í blaki og spilaði á því móti með dóttur sinni og dótturdóttur í liði.

Auk starfa fyrir íþróttahreyfinguna sinnti Elma ýmsum trúnaðarstörfum, sat í bæjarstjórn Neskaupstaðar í tvö kjörtímabili auk þess að vera í ritnefnd og ritstjóri staðarblaðsins Austurgluggans.

Ennfremur átti Elma ríkan þátt í að koma á vinatengslum milli Neskaupstaðar og Sandavogs sem meðal annars hafa nýst íþróttafólki frá báðum stöðum.

UÍA vottar aðstandendum Elmu samúð sína.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok