Dagskrá Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar og 701 Hotels árið 2020

Nú styttist í Sumarhátíðina sem haldin verður um næstkomandi helgi. Tilhlökkunin er orðin mikil og undirbúningur í fullum gangi. Í ár verður Sumarhátíðin hjá okkur í ár bara í boði fyrir krakka sem eru 15 ára (fædd 2005) og yngri. 

Keppnisgjald er kr. 2000 á einstakling en 50% systkinaafsláttur er veittur. Keppnisgjald er óháð greinafjölda. Keppnisgjald má millifæra á reikning 305-26-4104  - kt. 660269-4369, kvittun skal send á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  með nafni keppenda. Einnig er hægt að borga á skrifstofu UÍA sem er staðsett á Tjarnarási 6. Armböndin verða afhent þar. 

Dagskrá er klár og lítur hún svona út: 

Laugardagur: 11 júlí

Kl. 9:00-12:00 Sundmót
Sömu greinar og vanalega. Hvetjum keppendur til þess að mæta tímanlega.
Aldur: 8 ára og yngri, 9-10 ára, 11-12 ára, 13-15 ára.
Skráningu og tímaseðil má finna á https://live.swimrankings.net/27874/
Skráningarfrestur er til 10. júlí.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kl. 11:00-13:00 Bogfimikynning ofan við Vilhjálmsvöll
Aldur: 8 - 15 ára. Komdu við, láttu ljós þitt skína og hitaðu upp fyrir bogfimimótið sem hefst kl. 14:30

Kl. 11:30 Fjallahjólamót í Selskógi
Aldur: 11-15 ára.
Farinn verður ~3 km. hringur í skóginum. Hjálmaskylda.
Skráningarfrestur er til 10. júlí.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kl. 12:00 Rafíþróttir í Menntaskólanum.
Aldur: 11 - 15 ára.
Keppt verður í Fifa og Rocket league.
Skráningarfrestur er til 10. júlí.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kl. 13.00 Skák í Menntaskólanum
Aldur 15 ára og yngri.
Skráningarfrestur er til 10. júlí.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kl. 13:00 Pönnubolti í Tjarnargarði
Aldur: 10 ára og yngri
Einn á einn í svokallaðri fótboltapönnu.
Skráningarfrestur er til 10. júlí.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kl. 14:00 Folf í Tjarnargarði
15 ára og yngri.
Skráningarfrestur er til 10. júlí.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kl. 14:30 Bogfimimót ofan við Vilhjálmsvöll
Aldur: 8-10 ára og 11-15 ára.
Hver og einn fær 20 örvar, hæsta skor vinnur.
Skráningarfrestur er til 10. júlí.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kl. 15.00 Körfuboltamót 3 á 3, á útivelli við íþróttahús.
Aldur: 13-15 ára, 10-12 ára og 8-9 ára.
Skráningarfrestur er til 10. júlí.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Sunnudagur:

Kl. 10:00-12:00 Frjálsar 10 og yngri á Vilhjálmsvelli
Keppt verður í 60m., 400 m. hringhlaupi, langstökki og boltakasti.
Tímaseðil má nálgast á
http://mot.fri.is/MotFRI/
Skráningarfrestur er til 10. júlí.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Kl. 12:30 Frjálsar 11 til 15 ára á Vilhjálmsvelli
Keppt verður í spretthlaupi, ýmist 60 eða 100 m., 400 m. hringhlaupi, ýmist 600 eða 800 m., 4x100m boðhlaupi, langstökki, hástökki, kúluvarpi og spjótkasti.
Fyrir 14 til 15 ára verður einnig boðið upp á keppni í þrístökki, sleggjukasti og kringlukasti.
Tímaseðil má nálgast á
http://mot.fri.is/MotFRI/
Skráningarfrestur er til 10. júlí.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Skráningum skal skila á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir tilgreindan tíma. Frekari upplýsingar má nálgast í síma 776 9703 (Halldór)

Covid-19
Við minnum fólk á ábyrga hegðun og smitvarnir.
Nánari upplýsingar um smitvarnir mótsins verða gefnar út á uia.is og Facebook.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ