Sjóvá Kvennahlaup 13.júní 2020

Sjóvá Kvennahlaup verður haldið um allt land laugardaginn 13. júní. Hér fyrir austan verður boðið upp á hlaup á nokkrum stöðum.

Eftirfarandi eru staðirnar sem bjóða upp á hlaup:

Vopnafjörður: Hlaupið frá nýja vallarhúsinu, íþróttavelli kl. 11:00. Boðið verður upp á 3,5km og 7km.

Egilsstaðir: Hlaupið frá Tjarnargarði kl. 11:00. Boðið verður upp á 2,5km og 5km. Posi verður á staðnum.

Seyðisfjörður: Hlaupið frá Sólveigartorgi kl. 11:00. Boðið verður upp á 3km.

Borgarfjörður eystri: Hlaupið frá Fjarðarborg kl. 13:00. Boðið verður upp á 2km og 4km.

Neskaupsstaður: Hlaupið frá Nesbæ kaffihúsi kl. 11:00. Boðið verður upp á 2,5km og 5km.

Fáskrúðsfjörður: Hlaupið frá sundlauginni kl. 11:00. Boðið verður upp á 2,5km og 5km.

Stöðvarfjörður: Hlaupið frá Brekkunni kl. 11:00. Boðið verður upp á 5km.

Djúpivogur: Hlaupið frá íþróttamiðstöð kl. 11:00. Boðið verður upp á 3km og 5km.

Verð fyrir fullorðna er 1500 kr og börn (12 ára og yngri) 500 kr. 

Bolir verða ekki seldir á staðnum en þeir eru einungis seldir í gegnum https://tix.is/is/event/10010/sjova-kvennahlaup-isi/. En keppendur eru hvattir til að mæta í gömlum kvennahlaupsbolum. 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ