Takk fyrir komuna á Grænafell, fjall UÍA

Eins og margir vita var Grænafell fjall UÍA í gönguverkefni UMFÍ Fjölskyldan á fjallið nú í sumar. Af því tilefni var komið fyrir gestabók á toppi fjallsins.

Bókin var tekin niður nú í morgunn enda ber héraðssamböndum sem taka þátt i verkefninu að skila gestabókum af fjöllunum, til UMFÍ á hverju hausti. UMFÍ dregur út nöfn heppinna göngugarpa sem tóku þátt í verkefninu og eru þeir verðlaunaðir.

 

Ljóst er að margir hafa lagt leið sína á fellið græna í sumar og sumir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Alls hefur verið kvittað 163 sinnum í gestabókina og margir létu fylgja skemmtileg skilaboð. Hér koma nokkur þeirra:

,,Dásamleg blíða 17 stiga hiti og glampandi sól. Búið að bursla í Græanfellsvatninu og baða báða hundana. Frábært útsýni yfir fallegan bæ".

,,Skruppum hér upp í morgungöngu. Frábært útsýni í allar áttir, gaman að sjá út fallega fjörðinn og fjallstindana allt um kring".

,,Toppur nr 279 á árinu fyiri Ljósið. Markmið 400 toppar".

,,GEGGJAÐ veður, félagsskapur, útsýni, ganga!"

,,I only wanted to go for að short walk but the farther I went, the more beautiful it became. Thank you Lord, thantk you Iceland for atnother tresured memory".

(Lauslega þýtt: Ég ætlaði bara í stutta göngu en því lengra sem ég hélt því fegurra varð. Þakka þér drottinn, þakka þér Ísland fyrir enn eina dýrmæta minningu).

,,Fallegustu menn Fjarðabyggðar fengu sér rölt upp brekkurna".

Að lokum fylgir hér ein vísa sem læddist ínní hugskot Philips Vogler í þokuferðinni miklu á Degi íslenskrar náttúru.

Í myndatöku brostu breitt,

í bkagrunn fjall er vænt

en ívið þykir öllum leitt

ef andlit þitt er grænt.

Við þökkum öllum þeim gönguhrólfum sem lögðu leið sína á Grænafell í sumar fyrir að hafa staldrað við og kvittað í gestabókina. Auk þess færum við Þóroddi Helgasyni, Róberti Beck og Ferðafélagi Fjarðamanna kærar þakkir fyrir veitta aðstoð.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok