Sambandsþing UMFÍ um helgina.
47. Sambandsþing Ungmennafélags Íslands verður haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri nú um helgina. Samtals eiga 135 fulltrúar rétt á setu á þinginu og á UÍA þar af sjö.
Á dagskrá þingsins eru hefðbundin þingstöf og verður m.a. gengið verður til kosninga á nýrri stjórn félagsins. UÍA á einn frambjóðanda, Gunnar Gunnarsson stjórnarmann í UÍA sem býður sig fram til aðalstjórnar, en hann hefur frá árinu 2009 setið í varastjórn UMFÍ. UÍA hefur um árabil átt fulltrúa í aðalstjórn UMFÍ, Björn Ármann Ólafsson, en hann gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu.
Auk þess sem fram fara kynningar á 15. Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið verður á Selfossi og 27. Landsmóti UMFÍ 2013 sem einnig verður á Selfossi.