Opin samæfing í frjálsíþróttum fyrir alla

Miðvikudaginn 10. júlí mun UÍA bjóða öllum sem vilja að koma á opna samæfingu í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli klukkan 16:30

Frjálsíþrótta hluti Sumarhátíðarinnar mun fara fram á sunnudaginn, 14. júlí. Þar verður fjölbreytt úrval keppnisgreina en þau yngstu fá að spreyta sig í langstökki, boltakasti, 60 metrum og hringhlaupi. Á samæfingunni verður farið yfir grunnatriði í þessum hlestu greinum en það getur verið gott fyrir keppendur að fá að venjast undirlaginu á vellinum og aðstöðunni almennt. Einnig verður farið í létta leiki en á meðan stendur foreldrum til boða að hita sig upp í stígvélakasti, en það er ein af keppnisgreinum Styrktarmóts UÍA sem fer fram á föstudeginum. 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ