Margfaldir Íslandsmeistarar og frábærar bætingar á MÍ 11-14 ára
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram dagana 22. og 23. júní á Laugardalsvelli í Reykjavík. Þar telfdi UÍA fram sterku liði 5 einstaklinga sem sóttu heil 90 stig heim fyrir félagið. Miklar bætingar voru hjá þeim öllum í flestum greinum og snéru aftur með alls 7 verðlaun.
Árangur okkar keppenda var sem hér segir:
Björg Gunnlaugsdóttir (13 ára) er tvöfaldur Íslandsmeistari, í 100 m hlaupi á 13,57 og 600 m hlaupi á 1,49:35. Hún varð í 2. sæti í langstökki með 4,74 m og 4. í spjótkasti með 22,72 m.
Birna Jóna Sverrisdóttir (12 ára) varð Íslandsmeistari í kúluvarpi með 9,41 m og 5. í spjótkasti með 20,20 m.
Viktor Ívan Vilbergsson (14 ára) hlaut silfur í 100 m hlaupi á 12,86 og brons í 600 m 1,41:95. Hann varð í 5. sæti í langstökki með 4,61 m.
Hrafn Sigurðsson (13 ára) varð í 2. sæti í 600 m hlaupi á 1,46:06 og í 5. sæti í 100 m með 14,21 sek.
Hjördís María Sigurðardóttir (13 ára) keppti í langstökki og 100 m hlaupi og bætti sig í báðum greinum.
Við óskum þeim öllum innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með frekari bætingum hjá þessum frábæra hóp!