Það styttist í Landsmót 50+ í Neskaupstað

Nú styttist óðfluga í Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri, en mótið verður 27.-30. júní og er samvinnuverkefni Fjarðarbyggðar, UÍA og UMFÍ.
Keppt verður í hinum ótrúlegustu greinum á mótinu og er skráning í fullum gangi.

Þann 28. maí síðastliðinn fengum við til okkar sérfræðing að sunnan, Flemming Jessen, til þess að leiða okkur í gegnum tvær af vinsælustu greinum mótsins en þær eru boccia og ringó. Flemming hefur komið víða við og verið viðloðinn öll Landsmót 50+ sem haldin hafa verið og því mikill viskubrunnur að sækja. Fyrsta mótið var haldið á Hvammstanga árið 2011 en þar bjó Flemming í 19 ár. Í dag er hann búsettur á Hvanneyri og fer þar fyrir öflugu íþróttastarfi eldri borgara, má því búast við stóru keppnisliði úr Borgarfirði, syðri.

Bæði boccia og ringó mæltust vel fyrir hjá þeim sem námskeiðin sóttu og stefnir í vikulegar æfingar í Neskaupstað fram að Landsmóti.

Við hvetjum austfirðinga til að kynna sér dagskrá mótsins því þar ætti að vera eitthvað við allra hæfi. Sjáumst á Landsmóti í Neskaupstað!

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ