Farandþjálfun fer af stað 3. júní

 

Nú líður að sumri og mun UÍA að bjóða upp á farandþjálfun líkt og síðustu ár. Fyrirkomulagið verður með svipuðu sniði og áður. Aðildarfélögum býðst að „leigja“ þjálfara til að sjá um íþrótta-og hreyfiæfingar fyrir börn á aldrinum 6-11 ára.

Áhersla verður lögð á jákvæða þátttöku barnanna og stuðst við frjálsar íþróttir og almenna hreyfingu í gegnum leik. Gréta Sóley Arngrímsdóttir, sumarstarfsmaður hjá UÍA, mun sjá um æfingarnar. Hún er nemi í tómstunda- og félagsmálafræði, hefur góðan bakgrunn í frjálsum íþróttum og reynslu af frítímastarfi með börnum og unglingum. Gréta leggur mikið upp úr því að allir geti tekið þátt í æfingum og njóti sín á þeim.

Farandþjálfunartímabilið hefst 3. júní og er í rúmar 6 vikur eða eftir samkomulagi. Líkt og áður mun hver æfing kosta 5.000 kr. en innifalinn er ferðakostnaður þjálfara, óháð vegalengd. Ef óskað er eftir búnaði getum við hjá UÍA lagt hann til.

Lokafrestur til umsóknar er þann 25. maí of viljum við því hvetja áhugasama um að hafa samband við skrifstofu í síma 471-1353 eða Grétu Sóleyju í síma 865-8433. 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ