Íbúafundur um Landsmót 50+

Íbúafundur um Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri verður haldinn í Neskaupstað á fimmtudag, 9. maí, en mótið verður haldið þar 28. – 30. júní í sumar.

 

Á fundinum verður farið yfir dagskrá mótsins og það sem framundan er í undirbúningi þess.

Búið er að ákveða keppnisgreinar en þær eru: Boccia, frjálsar íþróttir, ringó, línudans, golf, bridds, skák, pílukast, frisbígolf, strandblak, sund, pönnukökubakstur, lomber, 5 og 8 km. garðahlaup, pútt og stígvélakast.

Nokkrar keppnisgreinar eru opnar fyrir þá sem eru yngri en 50 ára og eru allir hvattir til að vera með á skemmtilegu móti.

Það er mikið verk að halda svona mót og við sem að því stöndum þurfum á hjálp að halda í hin ýmsu verkefni. Það þarf að dæma leiki, taka tíma í sundi, mæla langstökk og vera til staðar í upplýsingamiðstöð svo eitthvað sé nefnt.

Íbúafundurinn verður haldinn í Nesskóla og hefst klukkan 17:45.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok