Dagskrá þings UÍA 2019

Þing UÍA verður haldið í skólanum á Stöðvarfirði laugardaginn 6. apríl og hefst klukkan 11:00. Eftirfarandi er dagskrá þingsins.

11:00 Þingsetning og skipan starfsmanna
a) Þingforseti b) Þingritari c) Kjörbréfanefnd formaður
11:20 Skýrsla stjórnar
11:45 Ársreikningur 2018 lagður fram
12:00 Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikning
12:15 Ákvörðun um atkvæðisrétt mættra fulltrúa
12:30 Skýrsla stjórnar og ársreikningar bornir undir atkvæði
12:35 Hádegishlé
13:15 Veiting starfsmerkja UÍA. Val á íþróttamanni UÍA 2018 kynnt.
13:30 Ávörp gesta
14:30 Mál lögð fyrir þingið og umræðuhópar taka til starfa
Fimm umræðuhópar munu starfa á þinginu en þingfulltrúar velja sér þrjá til að starfa í. Rætt verður um fjárhagsáætlun og fjármál UÍA, Landsmót 50+ í Neskaupstað, hvað aðildarfélög UÍA vilja sjá í fræðslumálum, stefnu UÍA auk þess sem fulltrúi Hattar kynnir reynslu félagsins af Nóra-kerfinu.
15:45 Niðurstöður úr umræðum kynntar
16:15 Kosningar
16:30 Önnur mál
17:00 Þingslit

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ