Persónuverndarnámskeið fyrir íþróttafélög
Fræðslufundur verður haldinn á vegum ÍSÍ fyrir aðildarfélög UÍA um ný persónuverndarlög og áhrif þeirra á starf íþróttafélaga í Þingmúla, Valaskjálf Egilsstöðum þriðjudaginn 2. apríl frá klukkan 19:30-21:30.
Samkvæmt nýjum persónuverndarlögum er gerð krafa um að öll sérsambönd, íþróttahéruð og aðildarfélög haldi skrá (vinnsluskrá) um alla vinnslu persónuupplýsinga innan viðkomandi einingar og einnig þarf að vinna áhættumat og úrbótaáætlun, ef nauðsyn er talin.
Gerð er krafa um að allir ábyrgðaraðilar setji sér gilda Persónuverndarstefnu eða fræðslu til einstaklinga með öðru móti, sem unnið er eftir.
ÍSÍ hefur, í samstarfi við Advania Advice, unnið að gerð vinnsluskráa fyrir vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga hjá ÍSÍ og gerð úrbótaáætlunar, ásamt því að útbúa Persónuverndarstefnu ÍSÍ.
Má ætla að sú vinna sem unnin hefur verið hjá ÍSÍ muni nýtast öllum íþróttahéruðum og félögum.
Ákveðið hefur verið að fara af stað með kynningu og vinnu á nokkrum stöðum á landinu til að aðstoða sambandsaðila ÍSÍ við að koma þessari vinnu á gott spor. Ráðgjafi frá Advania Advice , Anna Þórdís Rafnsdóttir, mun stýra fundunum með aðstoð Elíasar Atlasonar verkefnastjóra hjá ÍSÍ.
Dagskrá fundar.
o Kynning á GDPR – glærukynning
o Skoða skjalið „Ferli - vinnsluskrá og úrbótaskrá“
o Fara yfir form og leiðbeiningarskjöl tengd verkefninu
o Skoða „Form – Persónuverndarstefna“
o Farið í það hvernig vinnsluskrá er unninn skjal „Form - Vinnsluskrá 2018 fyrir íþróttahérað“
Það er afar mikilvægt að hefja þessa vinnu sem allra fyrst og að hver ábyrgðaraðili nái yfirsýn yfir vinnslu persónuupplýsinga í starfseminni. Oft eru lausnirnar ekki ýkja flóknar og felast jafnvel einungis í breyttu verklagi og setningu og viðhaldi ferla. Það þarf hins vegar að tryggja að farið sé í þessa vinnu og að allir geri sér grein fyrir því að það er áríðandi að fylgja málinu eftir og halda því lifandi, til framtíðar.
Ekki er gerð krafa um að þátttakendur hafi með sér tölvubúnað.
ÍSÍ hvetur ofangreind íþróttahéruð og félög innan þeirra vébanda að nýta sé þennan upplýsingafund.
Eftirfarandi eru vefslóðir á gagnlegar upplýsingar um nýju lögin á heimasíðu Persónuverndar, sem gott væri fyrir sem flesta að kynna sér vel:
https://www.personuvernd.is/ny-personuverndarloggjof-2018/
https://www.personuvernd.is/fyrirtaeki-og-stjornsysla/fraedsluefni/baeklingur-fyrirtaeki-og-stofnanir
https://www.personuvernd.is/einstaklingar/fraedsluefni/baeklingur-personuvernd-barna
https://www.personuvernd.is/einstaklingar/fraedsluefni/baeklingur-einkamal-ungmenna
Skráning er á fundinn á: http://www.isi.is/fraedsla/gdpr-skraning-a-namskeid/