Myndir af Unglingalandsmóti UMFÍ SUNDLEIKAR
Í myndasafninu hér á síðunni má nú finna myndir af Sundleikum fyrir 10 ára og yngri á ULM. Þar gafst yngstu kynslóðinni kostur á að taka sundsprett í sundlauginni á Egilsstöðum og spreyta sig í ýmiskonar sundþrautum og -leikjum.
Einmuna veðurblíða var á meðan leikunum stóð og skemmtu þátttakendur sér hið besta. Fjöldi foreldra og annarra áhorfenda fylgdust áhugasamir með af bakkanum, var hreindýrið geðþekka Sprettur Sporlagni þar á meðal og vakti kátinu nærstaddra. Að leiknum loknum fengu þátttakendur Svala og viðurkenningarskjal og voru margir stoltir á svip þegar þeir veittu því viðtöku.