Búið að skipa Landsmótsnefnd
Nefnd um framkvæmd Landmót 50 ára og eldri kom saman til síns fyrsta formlega fundar í félagshúsi Þróttar Neskaupstað, Mýrinni á miðvikudag.
Fundurinn á miðvikudag fór í mestu leyti í umræður um væntanlegar keppnisgreinar og aðstæður. Takmörkuð frjálsíþróttaaðstaða er í Neskaupstað en þannig hefur staðan verið á fleiri stöðum þar sem mótið hefur verið haldið. Ýmsar lausnir eru því í boði.
Mótið verður haldið í Neskaupstað 28. – 30. júní á næsta ári. Gert er ráð fyrir að listi keppnisgreina verði staðfestur þegar nefndin hittist næst í byrjun árs.
Landsmótsnefndin
Formaður: Karl Óttar Pétursson, Fjarðabyggð
Ritari: Gunnar Gunnarsson, UÍA
Gjaldkeri: Eysteinn Þór Kristinsson, Þrótti
Keppnisstjórar: Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, Þorsteinn Ágústsson, Þrótti
Öryggis- og tjaldsvæðisstjóri: Geir Sigurpáll Hlöðversson, Þrótti
Svæðisstjóri: Karl Rúnar Róbertsson, Þrótti
Afþreyingarstjóri: Svanlaug Aðalsteinsdóttir, Þrótti
Veitinga- og þjónustustjóri: Sigurveig Róbertsdóttir, Þrótti
Starfsmannastjóri: Þorvarður Sigurbjörnsson, Þrótti
Fulltrúi UMFÍ: Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ
Með nefndinni starfa Ómar Bragi Stefánsson frá UMFÍ, Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UÍA og Bjarki Ármann Oddsson, æsku- og tómstundafulltrúi Fjarðabyggðar.
Enn má búast við að bætist í nefndina fram að móti.