Sprettur – opið fyrir umsóknir í haustúthlutum 2018
UÍA auglýsir eftir styrkumsóknum vegna haustúthlutunnar, úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa, umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember.
Sjóðurinn hefur verið starfræktur frá árinu 2009 og veitt fjölda mörgum íþróttamönnum, þjálfurum og félögum á Austurlandi styrki til góðra verka. Alcoa sem leggur til sjóðsfé í Sprett en UÍA sér um umsýslu hans. Árlega er veitt 2,3 milljónum króna úr sjóðnum en að auki hlýtur íþróttamaður UÍA styrk úr sjóðnum ár hvert.
Við haustúthlutun er úthlutað afreksstyrkjum, hæstu styrkjum sem einstaklingar fá úr sjóðnum. Þeim, er aðeins úthlutað einu sinni á ári.
Við hvetjum íþróttafólk, þjálfara og íþróttafélög á Austurlandi að sækja um í sjóðinn.
Umsóknareyðublöð má nálgast hér
Reglur sjóðsins má finna hér. Við hvetjum umsækjendur eindregið til að kynna sér reglur sjóðsins og vanda til verka við gerð umsóknar. Vönduð umsókn eykur líkur á styrkveitingu.