Myndir af Unglingalandsmóti MÓTORCROSS

Í myndasafninu hér á síðunni má nú sjá myndir af mótorcrossmóti ULM.  Jón Kristinn Jónsson sérgreinastjóri og félagar hans í START höfðu í nógu að snúast við undirbúning keppninnar því byggja þurfti keppnishæfa mótorkrossbraut fyrir mótið.

 

Með hjálp góðara manna gekk það greiðlega og glæsileg braut leit dagsins ljós í Ylsgrúsum við Mýnes. Á ULM þeystu þar um tuttugu keppendum um og nutu sín vel í bratuinni.

Keppt var í fjórum flokkum; 12-15 ára stelpur og 12-15 ára strákar á á 85cc 2t og 150cc 4t hjólum, opnum kvennaflokki á 125cc 2t og 250cc 4t hjólum og unglingaflokki 14-18 ára á125cc 2t og 250cc 4t hjólum. Mótið gekk vel í alla staði. Starfsmenn mótsins nutu m.a. starfskrafta Spretts Sporlanga sem aðstoðaði við ræsingu keppninnar og fórst það vel úr hendi.

UÍA átt einn keppenda í opnum kvennaflokki og hafnaði hann í öðru sæti.

Heildarúrslit mótsins má sjá hér

Óskum við mótorcrossmönnum og -konum til hamingju með vel heppnað mót og flotta braut sem vonandi mun efla mótahald í mótorcrossi hér eystra enn frekar.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ