Metþátttaka í Tour de Orminum

Aldrei hafa fleiri tekið þátt í hjólreiðakeppninni Tour de Orminum en um síðustu helgi. Brautarmet voru sett í liðakeppni og unglingaflokki.

Alls tóku 62 hjólreiðamenn þátt en fyrra þátttökumetið voru 57 frá árinu 2016.

Í 68 km flokki karla kom Helgi Björnsson fyrstur í mark á tímanum 2:02,13 klst sem er 13 sekúndum frá brautarmeti Orra Einarssonar frá í fyrra. Orri sjálfur varð í þriðja sæti fjórum sekúndum frá Helga en á milli þeirra varð Hjalti Jónsson.

Í 68 flokki kvenna varð Friðrika Marteinsdóttir fremst á tímanum 2:33,47 klst. Hlín Hjartar Magnúsdóttir varð önnur og Sigríður Erlendsdóttir þriðja.

Í 103 km flokki karla fylgdust Ingvar Júlíus Tryggvason og Guðlaugur Egilsson að allan tímann. Svo fór þó að Ingvar Júlíus kom þremur sekúndum fyrr í mark á tímanum 3:16,53 klst. Unnsteinn Jónsson varð þriðji.

Í 103 km flokki kvenna varð Jóhanna Sigurðardóttir fremst á tímanum 4:14,54 klst. Marjlin van Dijk varð önnur og Aletta Pomper þriðja.

Brautarmet féll í unglingaflokki. Rafael Rökkvi Freysson kom þar fyrstur í mark á tímanum 2:20,56 og bætti tveggja ára brautarmet um 15 og hálfa mínútu. Rökkvi varð ellefti í heildarkeppninni í 68 km hringnum af 37 keppendum. Annar í unglingaflokki varð Sölvi Snær Egilsson og Unnar Aðalsteinsson þriðji.

Brautarmet féll einnig í liðakeppninni. HAZ, skipað Andra Guðlaugssyni, Zophoníasi Jónssyni og Hafþóri Val Guðjónssyni kom í mark á 2:28,49 klst sem er um hálfri mínútu betra en eldra met. Liðið The Good, the Bad and the Ugli varð í öðru sæti og Bjartur Berg og félagar í þriðja.

Úrslit keppninnar má finna á timataka.net
Myndir úr keppninni eru á Flickr-síðu UÍA. Þær eru þar í fullri upplausn og afnot af þeim frjáls.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ