Meistaramót Íslands 11-14 ára um helgina

Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsíþróttum fer fram á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum laugardag og sunnudag, 23. – 24. júní á vegum UÍA og frjálsíþróttadeildar Hattar.

Mótið er fyrir alla krakka á aldrinum 11-14 ára og keppt í spretthlaupi, 600m hlaupi, grindahlaupi, boðhlaupi, spjótkasti, kúluvarpi, langstökki, hástökki og í þrístökki sem aukagrein þar sem „keppt er á velli þrístökkvarans“.

Von er á um 150 keppendum auk fjölda fylgdarliðs. Mótið hefst klukkan 10 hvorn dag og er reiknað með að keppni sé lokið um klukkan 16.

Nánari upplýsingar um mótið eru á www.fri.is

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ