Mótaskrá í frjálsum íþróttum

Frjálsíþróttaráð UÍA hittist á dögunum og skipulagði mót vetrarins. Verða þau sem hér segir:

26. nóvember Stigamót fyrir 11 ára og eldri í Fjarðahöllinni á Reyðarfirði. Keppt í 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi og þrístökki.

28. janúar Ávaxtamót UÍA fyrir 10 ára og yngri í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði. Keppt í spretthlaupi, langstökki án atrennu, boltakasti og þrautaboðhlaupi.

4. febrúar Meistaramót UÍA 11 ára og eldri í Fjarðahöllinni á Reyðarfirði. Keppt í 60 m hlaupi, langstökki, hástökki, kúluvarpi og hringhlaupi.

24. mars Stigamót fyrir 11 ára og eldri í íþróttahúsinu á Neskaupstað. Keppt í kúluvarpi, hástökki, þrístökki án atrennu og langstökk á atrennu.

Á Stigamótum safna keppendur stigum í hverri grein þar sem fyrsta sæti gefur 6 stig, annað sæti fimm og þannig koll af kolli. Stigahæsti einstaklingur í hverjum flokki fæ verðlaun í lok hvors móts fyrir sig.

Vonumst við til að sjá sem flesta á mótum vetrarins en þar eru allir velkomnir og keppendur þurfa ekki að hafa æft frjálsar til að geta verið með.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ