Sprettur – opið fyrir umsóknir í vorúthlutum 2018

UÍA auglýsir eftir styrkumsóknum vegna vorúthlutunnar, úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa, umsóknarfrestur er til og með 20. júní.

Sjóðurinn hefur verið starfræktur frá árinu 2009 og veitt fjölda mörgum íþróttamönnum, þjálfurum og félögum á Austurlandi styrki til góðra verka. Alcoa sem leggur til sjóðsfé í Sprett en UÍA sér um umsýslu hans. Árlega er veitt 2,3 milljónum króna úr sjóðnum en að auki hlýtur íþróttamaður UÍA styrk úr sjóðnum ár hvert.

Við hvetjum íþróttafólk, þjálfara og íþróttafélög á Austurlandi að sækja um í sjóðinn.

Umsóknareyðublöð má nálgast hér

Reglur sjóðsins má finna hér. Við hvetjum umsækjendur eindregið til að kynna sér reglur sjóðsins og vanda til verka við gerð umsóknar. Vönduð umsókn eykur líkur á styrkveitingu.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok