Árni Óla og Magnús Ásgríms heiðraðir af ÍSÍ

Árni Ólason, Hetti og Magnús Ásgrímsson, Leikni fengu viðurkenningar frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands fyrir vel unnin störf á þingi UÍA á Borgarfirði nýverið en þeir eru báðir uppaldir Borgfirðingar.

Árni hefur komið að starfi íþróttahreyfingarinnar á fjölbreyttan hátt á sínum ferli. Hann hefur m.a. sinnt embætti formanns knattspyrnudeildar Hattar allt frá árinu 2003 og þar til nú nýverið, var um árabil landshlutafulltrúi í stjórn Knattspyrnusambands Íslands og einnig hefur hann setið í ríflega áratug í Vinnuhópi ÍSÍ um Ferðasjóð íþróttafélaga, sem er eitt stærsta hagsmunamál hreyfingarinnar – ekki síst fyrir félögin á Austurlandi. Hann var sæmdur gullmerki fyrir störf sín.

Magnús er formaður knattspyrnudeildar Leiknis á Fáskrúðsfirði og hefur starfað í þágu knattspyrnu og íþrótta um langt árabil. Hann hefur einnig setið sem landshlutafulltrúi Austurlands í stjórn Knattspyrnusambands Íslands. Undir stjórn Magnúsar hefur Leiknir náð eftirtektarverðum árangri í deildum KSÍ og starfsemin blómstrað. Magnús hlaut silfurmerki fyrir störf sín.



Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok