Mathákur og kjaftaskur verðlaunaðir
Við lok þings UÍA er venja að heiðra þá sem tala mest og borða mest á þinginu og kallast viðurkenningarnar kjaftaskur og mathákur.
Að þessu sinni var Óttar Már Kárason, formaður UMFB, útnefndur mathákur þingsins.
Örvar Jóhannsson, nýkjörinn formaður Hugins Seyðisfirði, var virkur á sínu fyrsta þingi og var því útnefndur kjaftaskur.
Verðlaunin sem þeir hlutu voru afar vegleg, meðal annars gjafabréf með ávísun á flug á einhvern af áfangastöðum Iceland Express í Evrópu.