Lyftingafélag Austurlands boðið velkomið
Aðild Lyftingafélags Austurlands að UÍA var formlega samþykkt á þingi þingi sambandsins á Borgarfirði eystra á laugardag.
Samkvæmt reglum skulu félög formlega samþykkt inn á þingi en stjórn UÍA getur samþykkt þau inn með fyrirvara, líkt og gert var í þessu tilfelli.
Aðildarfélög UÍA eru þar með 38 talsins.
Venjan er er sú að veita nýjum félögum litla viðurkenningu við inngönguna. Sigrún Harpa Bjarnadóttir, formaður LFA, tók við henni úr hendi Auðar Völu Gunnarsdóttir, úr stjórn UÍA.