Ásmundur Hálfdán kjörinn íþróttamaður UÍA

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, glímumaður úr Val Reyðarfirði, er íþróttamaður UÍA annað árið í röð. Kjörinu var lýst á sambandsþingi UÍA sem haldið var á Borgarfirði eystra á laugardag.

Ásmundur sigraði í Íslandsglímunni annað árið í röð og varði þar með Grettisbeltið. Ásmundur sigraði öll glímumót sem hann tók þátt í á árinu, einnig keppti hann á fjölmörgum alþjóðlegum mótum í keltneskum fangbrögðum og stóð sig ávallt mjög vel. Ásmundur glímir vel og er góð fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan.

Stjórn UÍA kýs íþróttamann sambandsins ár hvert samkvæmt reglum þar um. Aðildarfélög og ráð tilnefna íþróttamenn en auk hefur stjórn UÍA heimild til að tilnefna þrjá íþróttamenn að auki.

Þrjár tilnefningar bárust í ár. Elísabet Eir Hjálmarsdóttir knattspyrnukona frá Leikni, Helga Jóna Svansdóttir frjálsíþróttakona frá Hetti og Þorsteinn Ivan Bjarkason bogfimimaður frá SKAUST.

Að auki tilnefndi stjórn UÍA Ásmund Hálfdán Ásmundsson glímumann úr Val, Maríu Rún Karlsdóttur blakkonu úr Þrótti og Mirko Stefán Virijevic körfuknattleiksmann úr Hetti.


Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok