Elín Rán sæmd starfsmerki UMFÍ

Elín Rán Björnsdóttir, fyrrum formaður UÍA, var um helgina sæmd starfsmerki Ungmennafélags Ísland á þingi UÍA sem fram fór á Borgarfirði eystra.

Elín Rán hefur komið víða við í starfi UÍA, sem keppandi, starfsmaður og stjórnarmaður. Eftir árangursríkan keppnisferil snéri hún sér að þjálfun hjá Hetti og Þristi og fór sem sumarstarfsmaður UÍA á eftirminnilegt Unglingalandsmót 2002.

Elín Rán var kjörin formaður UÍA árin 2008-2012. Sem slík leiddi hún félagið í gegnum mikið umbreytingarskeið.

Hún hefur starfað í nefndum á vegum bæði UMFÍ og ÍSÍ, var keppnisstjóri á Unglingalandsmótinu 2011 og í stjórn frjálsíþróttadeildar Hattar um tíma.

Sigurður Óskar Jónsson, úr varastjórn UMFÍ, sæmdi Elínu Rán merkinu.


 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ